Algengt er að fólk spyrji um einangrun bjálkahúsa. Bjálkahúsaeigendur hafa löngum bent á lítinn kyndingarkostnað og jafnt hitastig. Efnismassatemprun virkar þannig að hinn mikli massi veggja bjálkahúsa dregur í sig hita frá miðstöðvarkerfi hússins og geislar því inn í húsið þegar hitastig lækkar útivið. Með þessu móti heldur massi bjálkanna hitanum og sleppir honum aftur þegar hitastig kólnar og orkukostnaður er lækkaður þar sem ekki þarf að keyra ofna af krafti til að ná upp hita aftur. Þessi náttúrulega aðferð til að geyma og leysa úr læðingi hita er kallað efnismassatemprun (thermal lag) og útskýrir hversvegna bjálkahúsaeigendur tala um það hversu hlý og notaleg bjálkahúsin eru að vetrarlagi.