Finnlamelli framleiðir íbúðarhús, sumarhús, bústaði, sánahús sérhönnuð og stöðluð úr límtrésbjálka eða heilbjálka í hæsta gæðaflokki. Límtrésbjálkar eru framleiddir þannig að tvö eða fleiri lög af borðum eru límd saman þannig að kjarni trésins vísi út að yfirborði bjálkans. Rakastig límtrésbjálkanna er 12%. Framleiðsluferli okkar á límtrésbjálka tryggir að bjálkarnir verpast ekki né springa eins og gerist í hefðbundnum köntuðum eða sívölum bjálka. Vegna einstakrar uppbyggingar bjálkanna munu þeir endast án þess að breyta sér eða fúna frá einum áratug til annars jafnvel öldum saman eins og dæmi bjálkahúsa sanna. Einnig er sig bjálkanna í algjöru lámarki, þökk sé framúrskarandi framleiðslutækni Vuokatti hf. Hægt er að vera með nokkrar áferðir þ.e. sívalan, kantaðan og límtrés-bjálka með sérstakri dropafræsingu eins og sýnt er á myndinni.