Það er langt um liðið síðan fyrstu bjálkahúsin litu dagsins ljós hér á Íslandi. Mörg elstu hús á Íslandi sem varðveist hafa eru einmitt bjálkahús, t.d. teljast þrjú af sjö elstu timburhúsum á Ísafirði til bjálkahúsa, það elsta byggt 1743. Á Hofsósi er um 200 ára gamalt pakkhús með þessu byggingarlagi. Í Stykkishólmi er einnig bjálkahús frá 1828 og má til gamans nefna að 1993 var reist bjálkahús í Stykkishólmi á vegum Bjálkahúsa ehf. fyrir Eðvarð Árnason og má þar glögglega sjá hvernig mætist gamli og nýi tíminn þar sem þessi hefð og tækni hefur þróast um aldarraðir. Á síðari árum hafa bjálkahús aftur náð nokkurri útbreiðslu hér á landi, og þá aðalega sem sumarbústaðir. En þeir eru æ fleiri sem sem vilja bjálkahús sem íbúðarhús. Bjálkahús ehf hefur sérhæft sig í bjálkahúsum og hefur starfað frá því 1992 sem hlutafélag.